21.04.1986
Efri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4259 í B-deild Alþingistíðinda. (3976)

419. mál, Atvinnuleysistryggingasjóður

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.og trn. hefur fjallað um þetta frv. til laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Eins og kunnugt er er þetta frv. samið og flutt í framhaldi af þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru 26. febr. s.l.

Um þetta er óþarft að hafa fleiri orð. Hv. þingdeildarmönnum er kunnugt um efni frv. Heilbr.- og trn. er einróma í afstöðu sinni til frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Undir nál. rita auk mín Helgi Seljan, Salome Þorkelsdóttir, Björn Dagbjartsson, Karl Steinar Guðnason og Kolbrún Jónsdóttir.