21.04.1986
Efri deild: 84. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4260 í B-deild Alþingistíðinda. (3982)

12. mál, almannatryggingar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.og trn. hefur haft þetta almannatryggingafrv. til meðferðar. Í Nd. voru gerðar nokkrar breytingar á frv. sem ég tel ekki ástæðu til að rekja hér. Þetta frv. varðar ferðakostnað sjúklinga sem þarfnast ítrekaðrar meðferðar hjá lækni á sjúkrahúsi eða sjúkrastofnun.

Það er einhugur um þetta frv. Heilbr.- og trn. leggur einróma til að það verði samþykkt ásamt þeim breytingum sem gerðar voru á frv. í Nd. Undir nál. rita auk þess sem hér stendur Helgi Seljan, Salome Þorkelsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Karl Steinar Guðnason og Björn Dagbjartsson.