21.04.1986
Efri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4278 í B-deild Alþingistíðinda. (4009)

368. mál, selveiðar við Ísland

Frsm. minni hl. (Björn Dagbjartsson):

Virðulegur forseti. Ég get staðfest það að hv. 4. þm. Vesturl. tók það sérstaklega fram, og var reyndar sóttur af hv. 5. þm. Vesturl. vegna einhverra bílamála sem ég kann ekki skil á, að þeir þyrftu að fylgjast að út í bæ, þannig að mér var það alveg ljóst að hann yrði ekki viðstaddur næsta klukkutíma eða svo. En þannig vildi til að skömmu síðar þurfti ég að hverfa á annan nefndarfund og vissi því ekki hvernig frá nál. yrði gengið að öðru leyti en því að ég sagði að ég gæti ekki staðið að meirihlutaáliti og mundi skila séráliti og brtt. Að öðru leyti legg ég það að sjálfsögðu í vald forseta hvað um þessa umræðu verður.