21.04.1986
Efri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4280 í B-deild Alþingistíðinda. (4017)

368. mál, selveiðar við Ísland

Davíð Aðalsteinsson:

Hæstvirtur forseti. Mér sýnist að hér þurfi að leita samkomulags. Ég hef ekki heyrt af því að formaður sjútvn. hyggist boða til fundar. Ég vildi mælast til þess að formaður nefndarinnar boðaði til framhaldsfundar um þetta mál og reyndi til þrautar hvort ekki væri hægt að ná því samkomulagi sem virtist vera á næsta leiti og menn sáu gjarnan fyrir í dag. Ég mælist til þess að boðað verði til fundar. Það hefur verið boðað að fundarhlé verði e.t.v. Þá gefst tími til þess fundarhalds sem ég mælist til að fram fari. Ég held að menn séu fremur á því að þoka þingstörfum áfram svo sem frekast er kostur enda þótt klukkan sé liðlega 11. Eftir því sem best er vitað verða ekki deildarfundir á morgun heldur á miðvikudag og tíminn er að sjálfsögðu orðinn mjög naumur. En ég mælist til þess að nefndin verði kölluð saman og leitað samkomulags í þessu máli.