21.04.1986
Efri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4280 í B-deild Alþingistíðinda. (4018)

368. mál, selveiðar við Ísland

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það var í samráði við formann nefndarinnar að forseti ætlaði að fresta þessu máli en að þessum orðum töluðum, hv. 5. þm. Vesturl., verður gert hlé á fundinum og þessu máli frestað til þess að gefa nefndinni kost á að ræða málið. Það er líka kærkomið tækifæri fyrir forseta. Hann getur þá stigið hér úr stóli augnablik og a.m.k. kannað stöðu mála hér frammi, hvort eitthvað er fleira sem við getum unnið í nótt áður en við förum heim.