21.04.1986
Efri deild: 86. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4280 í B-deild Alþingistíðinda. (4019)

368. mál, selveiðar við Ísland

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegur forseti. Örfá orð vegna orða hv. 4. þm. Vesturl. É,g nefndi að þetta mál væri komið í strand. Það var aðeins að fenginni reynslu frá s.l. ári. Það er ekki mín von en ég var hrædd um að þetta mál væri komið í strand væri það tekið fyrir á síðasta þingdegi. Þegar búið er að ákveða klukkan hvað þinginu á að vera lokið held ég að það væri skynsamlegra að umræða gæti átt sér stað þegar við hefðum lengri tíma fyrir okkur því að kortérin og tíu mínúturnar skipta orðið máli á síðasta þingdegi. - [Fundarhlé.]