21.04.1986
Neðri deild: 92. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4332 í B-deild Alþingistíðinda. (4073)

248. mál, póstlög

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Því miður var ég ekki viðstaddur umræðurnar en mér skilst að það sé í sambandi við frv. til póstlaga sem hv. þm. Karvel Pálmason hafi borið fram fsp. um ávöxtun á orlofsfé. Ég get ekki svarað því öðruvísi í augnablikinu en þannig að það er einmitt á morgun sem verða komin öll þau gögn sem við höfum beðið eftir til að taka ákvörðun um hverjir vextirnir verða á orlofsfé fyrir síðasta orlofsár. Við vorum að bíða eftir endanlegri ákvörðun Seðlabankans. Það verður því fjallað um það á morgun. Ég reikna með því að í lok þessarar viku verði þetta tilbúið þannig að hægt verði að greiða þetta á eðlilegum tíma, þ.e. fyrir 1. maí n.k.