22.04.1986
Neðri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4352 í B-deild Alþingistíðinda. (4103)

442. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Guðmundur J. Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil gera þá grein fyrir atkvæði mínu að ég er inni á þeirri hugmynd sem kemur fram í till. Hins vegar er gert ráð fyrir milliþinganefnd og hér hafa flokkar náð saman í megindráttum um að sá samningur sem var gerður milli aðila vinnumarkaðarins yrði að meginstofni að lögum. Ég held að það hefði verið mun hyggilegra að láta þessa ágætu hugmynd fara til milliþinganefndar, ég hefði stutt hana að hausti, en óhyggilegt að stefna henni hér í tvísýnu og gera henni erfiðara fyrir. Auk þess vil ég standa við það samkomulag sem ég hef gert þó að ég vilji hins vegar athuga að hausti ákveðnar breytingar. Þess vegna segi ég nei.