22.04.1986
Sameinað þing: 78. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4373 í B-deild Alþingistíðinda. (4136)

349. mál, eftirlit með verðlagi, innkaupsverði og álagningu

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um hert eftirlit með verðlagi, innkaupsverði og álagningu. Nefndin leggur til sérstaka brtt. svohljóðandi á þskj. 963:

"Tillgr. orðist svo:

„Alþingi ályktar að í þeim ráðstöfunum, sem ríkisstj. hefur gert í kjölfar nýgerðra kjarasamninga til að herða eftirlit með verðlagi og álagningu, verði lögð áhersla á að fylgjast með innkaupsverði vöru erlendis.“

Undir þetta nál. skrifa: Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Stefán Benediktsson, Eiður Guðnason og Birgir Ísl. Gunnarsson. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Geir H. Haarde og Eggert Haukdal.

Umr. (atkvgr.) frestað.