22.04.1986
Sameinað þing: 80. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4452 í B-deild Alþingistíðinda. (4223)

22. mál, listskreyting í Hallgrímskirkju

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Það er ekki ástæða til þess að teygja mjög lopann hér úr ræðustól um þetta mál en vegna fram kominnar brtt. vil ég sem frsm. félmn. Sþ. aðeins ítreka það sem stendur á nál. 1039 að í nefndinni varð samkomulag um afgreiðslu þessa máls. Meiri hl. nefndarinnar, utan hv. 3. þm. Suðurl., var sammála um að mæla með því við Sþ. að þessi tillaga yrði samþykkt. Ég vil aðeins minna á þessa niðurstöðu af þessu tilefni sem ég nefndi.