11.11.1985
Neðri deild: 14. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (425)

59. mál, orka fallvatna

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég vil lýsa áhyggjum mínum yfir því að hér eru nú í salnum staddir fjórir þdm., en hafa lengst af verið jafnvel færri. Hér er einungis einn úr stjórnarliði og það er forseti sjálfur en enginn ráðherra. Löggjafarsamkundan eða þessi deild hennar er tæpast starfhæf í þessu formi. Ég bið forseta að gefa mér skýringu á því, ef hann getur, hvers vegna svo fáir telja ástæðu til að mæta til starfa í þeirri stofnun sem þeir berjast fyrir að komast inn í.