23.04.1986
Efri deild: 89. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4517 í B-deild Alþingistíðinda. (4287)

248. mál, póstlög

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Það er ljóst að frv. til l. um póstlög þarf að afgreiða. Það eru ýmiss konar nýmæli þar sem þurfa að komast til framkvæmda. Lögð hefur verið mikil vinna í að endurskoða þessi lög. Í Ed. var gerð gagnger breyting til nútímahátta varðandi póstgíró. Nd. sá ástæðu til þess, eins og ég hef komist að orði áður, að horfa aftur frekar en fram. Það hefur valdið mér og fleiri hér miklum vonbrigðum og munum við á næsta þingi bera fram till. um að þessu verði breytt aftur. En vegna þess, sem ég sagði áður hér, að það væri nauðsynlegt að lögin yrðu samþykkt, þó með þessum ágalla sé, mun ég segja já.