23.04.1986
Efri deild: 89. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4517 í B-deild Alþingistíðinda. (4288)

248. mál, póstlög

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Í trausti þess að virðuleg deild muni að hausti standa svipað að málinu og hún gerði í sambandi við brtt. Eiðs Guðnasonar fyrr á þinginu og að við fáum stuðning ráðuneytis til að vinna þetta mál upp að nýju og leggja það fyrir hv. Ed. að hausti tek ég undir það sem Karl Steinar Guðnason sagði áðan og tel að ekki sé hægt að vera á móti þessu máli þótt Nd. hafi breytt því á þann veg sem gert hefur verið. Ég segi því já.