23.04.1986
Efri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4578 í B-deild Alþingistíðinda. (4396)

368. mál, selveiðar við Ísland

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég býst við að mönnum sé ljóst hversu lítill tími er aflögu til að ræða þetta mál og það hefur verið allmikið rætt. Það er þinginu til vansæmdar ef þetta frv. verður ekki afgreitt á einhvern hátt, annaðhvort fellt eða samþykkt. Ég nota þetta tækifæri til að skora á þá sem kvatt hafa sér hljóðs að falla frá orðinu til þess að þingið geti afgreitt frv. þannig að niðurlæging þingsins verði ekki alger í þessu máli.