23.04.1986
Efri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4579 í B-deild Alþingistíðinda. (4401)

368. mál, selveiðar við Ísland

Egill Jónsson:

Virðulegur forseti. Út af ræðu hv. þm. Björns Dagbjartssonar, þar sem hann spurðist fyrir um leyfi til að víkjast undan því að svara spurningum, væntanlega þá m.a. þeim sem ég hafði beint til hans, er frá því að segja að ég met ekki þingskyldur meðþingsmanna minna. Mér er nóg að meta mínar eigin skyldur.