23.04.1986
Efri deild: 93. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4580 í B-deild Alþingistíðinda. (4404)

Starfslok efri deildar

Karl Steinar Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þingdeildarmanna þakka forseta fyrir góðar óskir í okkar garð. Ég vil enn fremur sérstaklega þakka forseta umburðarlyndi, ánægjulegt samstarf í hvívetna og góða og röggsama fundarstjórn ævinlega. Enn fremur vil ég fyrir hönd okkar þingdeildarmanna færa starfsliði Alþingis og skrifstofustjóra sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf og góða fyrirgreiðslu þessa síðustu daga þar sem mikið mæðir á öllum.

Ég ítreka góðar óskir allra og þakkir til forseta og færi henni og fjölskyldu hennar okkar bestu óskir um gleðilegt og ánægjuríkt sumar. Ég fullvissa hana um að okkur þingdeildarmönnum hefur þótt ljúft að starfa hér undir forsæti sanngjarnrar og ljúfrar konu og bið hv. þingdeildarmenn að rísa úr sætum til staðfestu þess. - [Deildarmenn risu úr sætum.]