14.11.1985
Sameinað þing: 15. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 612 í B-deild Alþingistíðinda. (483)

46. mál, athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur

Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Mér þykir vænt um að heyra að þessar fyrirætlanir eru komnar svo langt á veg. Ég veit enn fremur til þess að það á að setja á stofn neyðarathvarf hér í Reykjavíkurborg sem rekið verður á vegum Rauða krossins og þá vantar í framhaldi af því langtíma meðferðarheimili sem e.t.v. er þegar fyrirhugað. Ég vænti, eins og ráðherra, að þetta sé skammt undan og fagna því að málin skuli vera komin á hreyfingu.