21.10.1985
Neðri deild: 3. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Hér liggja fyrir þrjú bréf:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri á Siglufirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Páll Pétursson, 2. þm. Norðurl. v.“

Sverrir Sveinsson hefur áður setið á þingi á þessu kjörtímabili og þarf ekki að kanna kjörbréf hans. Ég býð Sverri Sveinsson velkominn til setu á Alþingi.

Þá er hér bréf frá Steingrími Hermannssyni 2. þm. Vestf.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari á Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Borist hefur bréf frá Magnúsi Reyni Guðmundssyni sem hljóðar þannig:

„Ísafirði, 21. okt. 1985.

Ég undirritaður, Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari, 1. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, lýsi því hér með yfir að ég get því miður ekki vegna mikilla anna í starfi tekið sæti Steingríms Hermannssonar í fjarveru hans frá þingstörfum næstu vikur. Ég óska því eftir því að frú Magðalena Margrét Sigurðardóttir, 2. varamaður Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, taki sæti að þessu sinni.

Þetta tilkynnist yður hér með.

Magnús Reynir Guðmundsson,

Skipagötu 2,

Ísafirði.“

Magðalena Margrét Sigurðardóttir er komin til þings sem varamaður Steingríms Hermannssonar. Hún hefur einnig setið á þingi áður á þessu kjörtímabili. Ég býð hana velkomna til þingstarfa.