21.10.1985
Neðri deild: 3. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (50)

52. mál, þingsköp Alþingis

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Í fjarveru forsrh. mæli ég hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis. Í 15. gr. laga um þingsköp Alþingis kveður svo á að fjvn. skuli skipuð níu mönnum. Nú hefur það verið ákveðið í samkomulagi þingflokkanna hér á Alþingi að leggja til að fjvn. skuli skipuð 10 mönnum og þar af leiðandi er þessi lagabreyting nauðsynleg í samræmi við þennan vilja þingflokkanna. Ég sé ekki ástæðu til að gera frekari grein fyrir þessu máli þar sem það hefur þegar verið rætt ítarlega í þingflokkunum og þar af leiðandi sé ég heldur ekki ástæðu til að máli þessu verði vísað til nefndar. Legg ég því til að málinu verði vísað til 2. umr.