18.11.1985
Neðri deild: 16. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

5. mál, jarðhitaréttindi

Heilbr.- og trmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það er auðvitað sjálfsagt að standa vel að vinnslu mála, en við þessu atriði er séð í þingsköpum og það er tiltekin nefnd í þinginu, sem mér virðist eiga að fjalla um öll þessi mál, og það er allshn. Þetta er mín skoðun og ég sé ástæðu til að lýsa henni hér. Hitt er svo annað mál að ég mun sætta mig við úrskurð hæstv. forseta í þessu efni.