20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 780 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

5. mál, jarðhitaréttindi

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Mér var ekki ljóst þegar ég mælti umrædd orð hér áðan að á fundi Nd. á mánudag hefði verið útkljáð varðandi tillögu mína um sérnefnd, en ég hafði fjarvist á þeim fundi. En tillaga mín, sem ég lýsti hér áðan, að þeirri tillögu felldri, er um að þessum málum, sem ég er 1. flm. að, verði vísað til allshn. og mér finnst óeðlilegt að sú tillaga sé ekki borin upp fyrst þar sem ég er flm. þessara mála og legg til allshn. í þessu sambandi. Ég tel óeðlilegt annað en að á það verði látið reyna fyrst, áður en borin er upp tillaga um aðrar þingnefndir.