20.11.1985
Neðri deild: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

59. mál, orka fallvatna

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Í 15. gr þingskapa segir svo orðrétt, með leyfi forseta: „Vísa má máli til nefndar á hverju stigi þess“ þannig að það er mín skoðun að hæstv. forseti hafi fullan rétt til þess að taka upp eða bera fram till. eins og hann hefur gert. Ég vil hins vegar taka fram að ég vona að kapp formanns iðnn. Nd. á að fá þessi mál til nefndar sinnar beri vott um það að hann ætli sér að reyna að afgreiða þessi mál á þessu þingi.

Ég vil einnig vísa til þess, herra forseti, að ein af starfsskyldum forseta er að sjá til þess að nefndir ljúki afgreiðslu þeirra mála sem þær taka að sér. Ég sé samt sem áður ekki ástæðu til þess að greiða atkvæði um þetta mál og mun ekki gera það, en hins vegar vil ég koma þeirri eindregnu ósk á framfæri við hæstv. forseta að hann sjái til þess að þessi ákafi nefndarformaður standi sig þá betur í sambandi við málið núna á þessu þingi en hann hefur gert á undanförnum þingum.