21.10.1985
Efri deild: 4. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (69)

52. mál, þingsköp Alþingis

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á lögum um þingsköp Alþingis.

Þingflokkar hér á Alþingi hafa komið sér saman um að fjvn. skuli á þessu þingi skipuð tíu mönnum, en í 15. gr. þingskapalaga segir að fjvn. skuli skipuð níu mönnum. Hér er um samkomulagsmál að ræða milli þingflokkanna og vil ég leggja til að málinu verði vísað til 2. umr., en sé ekki ástæðu til að vísa því til nefndar. Ég lagði einnig til að svo yrði í Nd., en óskað var eftir því í deildinni að vísa málinu til nefndar. Ég vil á það minna að í 20. gr. þingskapalaga er tekið fram að að lokinni umræðu skuli leita atkvæða um hvort mál eigi að ganga til 2. umr. og nefndar og er það engin skylda. Ég tel því ástæðulaust í máli sem þessu, þar sem það hefur verið rætt innan þingflokkanna og fullt samkomulag er um það, að vísa því til nefndar og vil ég því leggja hér til að sá háttur verði ekki hafður á.