22.10.1985
Sameinað þing: 5. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í B-deild Alþingistíðinda. (73)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Með því að þetta er fyrsti þingfundur þar sem ný þingsköp koma til framkvæmda um fyrirspurnir, skal áður en við tökum til við dagskrána vakin athygli á þeim breytingum sem nú verða á umræðum um fyrirspurnir.

Fyrirspyrjandi og viðkomandi ráðherra tala hvor um sig tvisvar sinnum eins og áður, en í stað tíu mínútna sem ráðherra hafði, hefur hann nú fimm mínútur til umráða í senn. En fyrirspyrjandi hefur í stað fimm mínútna áður, nú tvær mínútur til umráða í senn. Engum öðrum er heimilt að taka til máls í umræðu um fyrirspurn. Öðrum þm. er þó heimilt að gera stutta athugasemd ef þörf krefur.

Þess er vænst að við hjálpumst öll að um það að framkvæmd hinna nýju ákvæða þingskapa megi fara vel úr hendi.