27.11.1985
Neðri deild: 21. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

145. mál, stjórn fiskveiða

Guðmundur Einarsson:

Ég ætla að gera örstutta athugasemd. Ég mundi ekki telja, alla vega ekki samkvæmt síðustu skoðanakönnunum, að við höfum haft af því einhvern pólitískan ábata að vera gegn þessu frv. Ég vil einnig taka fram að innflutningur fiskiskipa og þetta kvótafrv. og smábátaeltingarleikur, sem hefur verið hér til umræðu í kvöld, eru tvö gjörólík mál. Það er hægt að banna innflutning fiskiskipa, það er hægt að banna nýsmíði fiskiskipa án þess að ganga til verks eins og gert er ráð fyrir í þessu frv.