03.12.1985
Sameinað þing: 24. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1080 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

112. mál, kennsla í útvegsfræðum við Háskóla Íslands

Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með að það skuli vera kominn skriður á þessi mál, en ég vil jafnframt vekja athygli á því að þessarar menntunar er þörf á mörgum öðrum sviðum. Það þarf víðtæka skipulagningu í þessum efnum. Ég vil minna hæstv. ráðherra og aðra þm. á tvær tillögur sem hér hafa verið lagðar fram, önnur á þinginu í fyrra um námskeið fyrir fiskvinnslufólk og aukna verkmenntun og hin um skipulagningu námsbrauta á sviði sjávarútvegs sem liggur fyrir þessu þingi.

Ég vil jafnframt vekja athygli alþm. og hæstv. ráðh. á erindi frá fagfélagi fiskiðnaðarins, sem sent var alþm. í lok októbermánaðar, þar sem lýst er yfir neyðarástandi í fræðslumálum fiskiðnaðarins.

En að lokum: Ég vil ítreka ánægju mína með að það skuli vera kominn skriður á þessi mál sem ég spurði ráðherra um.