09.12.1985
Neðri deild: 24. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1213 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta neðri deildar hefur borist bréf sem þannig hljóðar:

„Reykjavík, 9. des. 1985.

Þar sem Pétur Sigurðsson 6. þm. Reykv. er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér að hans ósk með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna fjarveru 1. varamanns taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks sjálfstæðismanna.“

Þá hefur mér borist skeyti sem er frá Geir Hallgrímssyni og hljóðar þannig:

„Til Ingva S. Ingvarssonar ráðuneytisstjóra.

Vinsamlega tilkynnið forseta Alþingis að mér er ekki unnt að taka sæti á Alþingi nú vegna starfa erlendis.

Geir Hallgrímsson.“

Þannig liggur þá fyrir að Geir Hallgrímsson getur ekki tekið sæti Péturs Sigurðssonar, en í hans stað er hér mættur í dag Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, sem áður hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili og þarf því ekki að kanna hans bréf. Býð ég Guðmund H. Garðarsson velkominn til þingstarfa.