10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

129. mál, kostnaður við Bakkafjarðarhöfn

Fyrirspyrjandi (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Á þskj. 142 hef ég leyft mér að bera fram fsp. til samgrh. um kostnað við framkvæmdir við Bakkafjarðarhöfn. Spurningarnar eru þessar:

„1. Hvað er heildarkostnaður við nýframkvæmdirnar í Bakkafjarðarhöfn orðinn mikill frá því þær hófust og fram til 1. sept. s.l. reiknað á núverandi verðlagi?

2. Hvernig hafa þessar framkvæmdir verið fjármagnaðar?

3. Hver er áætlaður heildarkostnaður við að ljúka hinum fyrirhuguðu hafnarframkvæmdum?

Hér er að sjálfsögðu átt við þann hafnaráfanga sem ákveðið var að ráðast í fyrir fáeinum árum síðan um gerð brimbrjóta og frekari hafnaraðstöðu.