10.12.1985
Sameinað þing: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (984)

129. mál, kostnaður við Bakkafjarðarhöfn

Fyrirspyrjandi (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Í fyrsta lagi vegna spurningarinnar um það hvort byggð héldist þá vil ég vekja athygli á því að ég ræddi um það að menn hefðu getað valið hér ódýrari kost en þann sem valinn var. Ég held að það liggi alveg fyrir að menn hefðu getað fundið viðunandi kost sem var ódýrari en þeir tugir milljóna sem hér hafa lent í þessu verkefni og við stæðum þeim mun betur og byggðin héldist.

En það að verkefnið gekk brösótt held ég að eigi sína orsök ekki síst í ónógum undirbúningi og þeim flýti sem varð af því að komast í gang með verkið, vegna þess hvernig aðdragandinn var í sambandi við ákvarðanatökurnar.