02.12.1986
Sameinað þing: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1282 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

206. mál, fjárveitingar til Alþýðuskólans á Eiðum

Menntamálaráðherra (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Ég skal ganga úr skugga um að hv. fjvn. verði fóðruð á öllum tiltækum upplýsingum þannig að ekki skorti á eða því verði við borið þegar kemur til skipta eða fjárveitinga.

Varðandi leigutekjur vegna hótelreksturs vil ég aðeins geta þess að það stendur auðvitað ekki til að ræna viðkomandi skóla þeim tekjum sem hafa komið sér mjög vel fyrir marga þeirra og haldið raunar í þeim lífinu. Ég hef hins vegar í hyggju að koma fastara skipulagi á þann leigumáta sem hefur með öllu farið fram hjá menntmrn. sem er eignaraðili og hefur auðvitað yfir þessu að því leyti að segja. En það verður eingöngu til að styrkja þessa tekjuleið skólanna en ekki til að ræna neinu frá þeim.