03.12.1986
Efri deild: 16. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (1155)

209. mál, sjómannadagur

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Það er alltaf jafnundarlegt hvað hv. þm. Eiður Guðnason þolir lítið. Þó er það kannske skiljanlegt ef tekið er tillit til þess að hann þjáist af pólitísku hrygglosi. Það er sérstakt einnig að því leyti að það er sama hvenær er og hvar, hv. þm. getur ávallt rifið úr vasa sínum úrklippur úr Morgunblaðinu og hefur ugglaust slíkt safn undir kodda sínum eða í sæng sinni. Koma þá upp sígildar tilvitnanir sem eru ágætar út af fyrir sig. En mér þykir óþarft að fjölyrða mjög um þetta pólitíska hrygglos. Það er verkur sem við skulum vona að lagist. A.m.k. er ástæða til að greina á milli þess vandamáls og hins að sjómenn á Íslandi eiga skilið að fá lögbundinn frídag.