04.12.1986
Sameinað þing: 25. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1354 í B-deild Alþingistíðinda. (1189)

Afstaða til stöðvunar kjarnorkuvígbúnaðar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég hugði að hv. 5. þm. Austurl. mundi vekja athygli á því máli sem ég ætla að hreyfa hér, en þannig stendur á að þáltill. í Sþ., 180. máli, hefur verið vísað til félmn. (Forseti: Ég vil biðja hv. þm. að halda sig við þingskapaumræður um það efni sem verið er að ræða. Hann fær orðið á eftir um annað atriði.) Það kom hvergi fram í mínu máli að ég hygðist ræða um annað en þetta og er mér spurn hvernig forseta hefur dottið það í hug. (Forseti: Því er að svara að hv. þm. var búinn að ræða við forseta um að ræða um annað mál og þótti honum sem hann væri að byrja á því. En ef það er misskilningur heldur hv. þm. ræðu sinni áfram.) Herra forseti. Ég ætlaði að vekja athygli á hvernig málum hefur verið vísað til nefndar, en sé það ekki á dagskrá strax fresta ég máli mínu.