08.12.1986
Neðri deild: 17. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1416 í B-deild Alþingistíðinda. (1257)

228. mál, Kjaradómur

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Mál sem snert hafa Kjaradóm hafa á síðustu þingum komið til fjh.- og viðskn. og er auðvelt að fletta því upp í bókum þingsins ef hv. 5. þm. Vestf. óskar þess. Þetta er í fullu samræmi við þingsköp og hefðir eins og ég man það. Að vísu er það rétt að það er stundum matsatriði hvaða mál eigi að fara í félmn. og hvaða mál eigi að fara í fjh.og viðskn. sem varða atvinnumál, launamál, en ég fullyrði að það hefur verið í samræmi við þinghefð síðan Kjaradómur var stofnaður að mál sem hann varða séu sett fyrir fjh.- og viðskn.