08.12.1986
Neðri deild: 17. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1420 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

223. mál, lögreglumenn

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Herra forseti. Vegna ræðu hv. 2. þm. Reykv. vil ég að það komi skýrt fram að ég hef lagt áherslu á það í dómsmrn. og reyndar víðar að réttindi fangavarða yrðu ekki lakari en lögreglumanna. Í undirbúningi hefur verið að koma því fram samhliða þessari breytingu. Hins vegar hefur þurft að ræða það milli stéttarfélaga. Það er ástæðan fyrir því að málið er ekki enn þá útkljáð. En ég vona að það leysist. Er ætlun mín sú að þeirra hlutur verði ekki lakari en efni standa til.