08.12.1986
Neðri deild: 17. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

223. mál, lögreglumenn

Forseti (Ingvar Gíslason):

Sem forseti vil ég taka það fram að ég tel frá almennu sjónarmiði að eðlilegra hefði verið að vísa þessu máli til allshn. og það hljóti að verða svo þegar mál af þessu tagi koma síðar fram að hefðir verði látnar ráða og þá gangi þetta mál til allshn. sem rétt er samkvæmt eðli þessa máls. En hagkvæmnisástæður ráða stundum og það er af þeim sökum sem Ingvar Gíslason, sem hér er í forsetastóli, greiddi atkvæði með því að þetta færi til fjh.og viðskn. að þessu sinni.