10.12.1986
Efri deild: 18. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1444 í B-deild Alþingistíðinda. (1307)

Útbýting mála í deildum

Iðnaðarráðherra (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Það er gleðilegt að hv. deildarmenn, sérstaklega hv. 2. þm. Austurl., telja að það vanti fleiri hæstv. ráðherra í þessa virðulegu deild. Ég er þeirrar skoðunar að það sé betra að leggja fram minna af málum, en leggja þau fram af því að það sé þörf fyrir það, ekki bara til að halda deildinni gangandi vegna þess að þm. telja sig ekki hafa nóg að gera.