11.12.1986
Neðri deild: 19. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1546 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

205. mál, sparisjóðir

Flm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um breytingu á lögum um sparisjóði sem ég flyt ásamt hv. þm. Guðmundi Einarssyni. Að meginefni til felur frv. í sér að heildarskuldbindingar eins viðskiptaaðila við sparisjóð megi ekki nema meira en 35% af bókfærðu eigin fé sparisjóðsins.

Ég mælti rétt áðan fyrir frv. til l. um breytingar á lögum um viðskiptabanka. Þá gat ég þess að það frv. sem ég mæli nú fyrir væri að meginefni til það sama og frv. um viðskiptabankana og óskaði því eftir við hæstv. forseta að fá að mæla fyrir báðum frv. samtímis.

Um rökstuðning fyrir þeim breytingum sem þetta frv. fjallar um vísa ég til ræðu minnar áðan um breytingar á lögum um viðskiptabanka og legg til, herra forseti, að þessu máli verði sömuleiðis vísað til hv. fjh.- og viðskn.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.