21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

30. mál, truflanir í símakerfinu

Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég get tekið undir með hæstv. samgrh. í sambandi við ljósleiðara. Ég hygg að þar sé tækni á leiðinni sem við eigum að nýta í sambandi við fjarskiptakerfið. Það er dýr uppbygging og það er ófært að landsbyggðin sé að borga fyrir þessa uppbyggingu með stórfellda skattlagningu í gengum símtölin og það verður að leiðrétta.