13.12.1986
Sameinað þing: 31. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1677 í B-deild Alþingistíðinda. (1395)

1. mál, fjárlög 1987

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Það liggur fyrir að um langt árabil hafa menn haft frjálsar hendur um afstöðu til þessa liðar og raunar hafa menn að sjálfsögðu frjálsar hendur en það hefur verið samstaða um að menn greiddu ekki endilega atkvæði allir á sama veg þótt í sama flokki væru um þennan lið. (SvG: Í hvaða flokki hefur það verið?) Ja, það kannske ríkir ekki eins mikið frjálsræði í öðrum flokkum og Sjálfstfl. Sjálfstfl. hefur á því skilning að þetta mál er afar sérstætt og frá upphafi vega hafa sjálfstæðismenn greitt atkvæði töluvert sitt á hvað um þennan lið, en ég hef verið andvíg honum frá upphafi. (Forseti: Nú vantar ekkert annað en vita hvernig þm. ætlar að greiða atkvæði.) Herra forseti. Það er ekkert leyndarmál að ég mun enn sem fyrr segja nei.