21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (151)

36. mál, rannsóknarlektor í sagnfræði

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég tek undir viturlega athugasemd hv. 5. þm. Vestf. jafnframt því sem ég lýsi því yfir að ég tel að þessi embættisveiting sé pólitískt hneyksli af hálfu hæstv. menntmrh. Það er auðvitað ekki nýtt að hann sé uppvís að slíku. Hins vegar finnst mér fróðleg athugasemd hæstv. iðnrh. og ég spyr hæstv.

forseta hvort hann sé sammála ráðherranum um að forsetanum hafi orðið á embættisglöp að leyfa þessa fsp.