15.12.1986
Efri deild: 20. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1756 í B-deild Alþingistíðinda. (1527)

87. mál, verkfall flugvirkja og flugvélstjóra hjá Arnarflugi hf.

Stefán Benediktsson:

Frú forseti. Ég kem hér í þeim tilgangi einum að gera fyrir fram grein fyrir atkvæði mínu í stað þess að biðja um nafnakall og gera það með þeim hætti.

Ég tel afdráttarlaust að ríkisstjórnir eða löggjafi eigi ekki að blanda sér í samningamál með þeim hætti sem hér hefur verið gert æ ofan í æ og æ tíðar á undanförnum misserum og get ekki með neinu móti samþykkt að löggjafinn banni verkföll með þessum hætti. Ég mun því greiða atkvæði gegn þessu frv.