16.12.1986
Sameinað þing: 32. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1813 í B-deild Alþingistíðinda. (1613)

220. mál, sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen):

Herra forseti. Ég vil aðeins undirstrika að það var grundvallaratriði hjá öryggismálanefnd sjómanna, sem hefur eytt miklum tíma og mikilli vinnu í að fjalla um þessi mál, að það yrði gerð hlutlaus úttekt og hún væri best komin í höndum tæknideildar Fiskifélags Íslands en ekki Siglingamálastofnunar. Það er mikill munur þar á án þess að ég sé að kasta rýrð á Siglingamálastofnun Íslands.