17.12.1986
Efri deild: 22. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1822 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

251. mál, almannatryggingar

Frsm. hellbr.- og trn. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um þetta mál og flytur brtt. á þskj . 359. Sú brtt. er í raun bara leiðrétting. Það var gert ráð fyrir í frv. að tekjubreytingar milli áranna 1985/1986 yrðu u.þ.b. 31%. Samkvæmt nýjustu heimildum munu þessar breytingar verða 35% þannig að skattleysismörk skv. frv. hækka í 545 100 kr. í stað 528 þús. eins og er í frv.

Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta frv., en heilbr.- og trn. leggur einróma til að frv. verði samþykkt með þessari breytingu.