17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1653)

92. mál, Landhelgisgæsla Íslands

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Ekki efa ég að hér sé um gott mál að ræða. Það hefur verið samþykkt samhljóða í hv. Nd.

Mér finnst þó svolítið skrýtið að hv. allshn. skyldi ekki kalla til viðræðna líka fulltrúa frá skipverjum Landhelgisgæslunnar en aðeins forstjóra þegar um málið var fjallað.

En það var nú ekki fyrst og fremst út af þessu sem ég kom hér upp, heldur út af því að ég hef heyrt þær fréttir að til standi hjá Landhelgisgæslunni að segja upp loftskeytamönnum og láta þetta starf í hendur annarra yfirmanna skipanna, þ.e. þá stýrimanna eða skipstjóra. Ég vil spyrja hæstv. ráðh. hvort hann hafi heyrt um þetta og hvort hlutirnir séu raunverulega á þennan veg. En ég tel að það væri mjög vafasöm ráðstöfun þegar skipin eru við björgunarstörf að hafa ekki loftskeytamann um borð. Það styrkir stöðu þess manns sem hefur stjórn og skipulagningu á framkvæmd verks að hafa aðila um borð sein annast fjarskipti og samskipti við aðra aðila, hvort sem það er í landi eða við þá aðila sem verið er að aðstoða við björgun.