17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1827 í B-deild Alþingistíðinda. (1654)

92. mál, Landhelgisgæsla Íslands

Landbúnaðarráðherra (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Vegna ábendinga og fyrirspurna hv. 4. þm. Vesturl. vil ég benda á það að um þetta mál var algjör samstaða og samkomulag. Af þeim sökum var því ekki þörf á að fá upplýsingar frá mörgum aðilum þó að öðru leyti vilji ég ekki ræða þá hliðina. Um hitt atriðið, loftskeytamennina, minnist ég ekki að rætt hafi verið við mig. A.m.k. hefur það ekki verið gert nýlega og ekki þannig að það hafi nokkuð komið til afskipta eða ákvörðunar frá minni hendi. En ég mun að sjálfsögðu leita upplýsinga um það mál.