17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (1659)

211. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Frsm. fjh.- og viðskn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Svo háttar með þetta mál að það hefur verið til umfjöllunar í Nd. og var samþykkt þar samhljóða, enda byggist þetta á kjarasamningum ríkisins við BSRB. Nefndin hefur rætt frv. og haft samband við formann BSRB um efni þess og leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Ég vil geta þess varðandi 3. gr. frv. að þar er í 2. mgr. ákvæði um það að forsetar Alþingis skuli gera kjarasamninga við starfsmenn Alþingis. Nefndin lítur svo á að starfsmenn Alþingis, og þar á meðal starfsmenn Ríkisendurskoðunar, hafi sjálfstæðan samningsrétt. Þetta vildi ég láta koma fram sérstaklega, en hef ekki frekar um málið að segja.

Nefndin leggur til að það verði samþykkt óbreytt eins og það liggur hér fyrir.