17.12.1986
Efri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1829 í B-deild Alþingistíðinda. (1666)

227. mál, réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Frsm. fjh.- og viðskn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um lögreglumenn. Frv. byggist á viðræðum ríkisvaldsins við stéttarfélag lögreglumanna þar sem þeir afsala sér verkfallsrétti.

Nefndin hefur rætt frv. og leggur til að það verði samþykkt en Ragnar Arnalds og Stefán Benediktsson skrifa undir nál. með fyrirvara.