17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1731)

158. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Þau orðaskipti sem hér hafa átt sér stað gefa tilefni til að beina því til hæstv. fjmrh. og hv. 2. þm. Norðurl. e. að þeir lesi betur texta hinnar svokölluðu skattsvikaskýrslu, en þar kemur m.a. fram að reglur skorti fyrir skattyfirvöld til þess að unnt sé að framfylgja settum lögum um það að persónulegur kostnaður forráðamanna fyrirtækja sé ekki færður til frádráttar frá tekjum. En það er svo í samræmi við annað, sbr. nýlegar upplýsingar um að ef hinn opinberi geiri sjálfur, þeir sem eiga að vera öðrum til fyrirmyndar, hefði látið vera óbreytta krónutölu til risnu og ferðalaga í hinum opinbera geira hefðu þeir 480 millj. upp í gatið sitt. Tillagan er sjálfsögð og ég segi já.