17.12.1986
Neðri deild: 23. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1888 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

158. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka forseta fyrir þolinmæðina svo og hv. 2. þm. Norðurl. e. fyrir stuðning við það mál sem ég flyt og mun kalla eftir því að formaður fjh.- og viðskn. skrifi skattstjórum í landinu og fái svör frá þeim áður en þetta mál verður afgreitt í þinginu. Mér þykir vænt um að þetta mál skuli hafa komið upp með þessum hætti og endurtek þakkir mínar til hv. þm. Halldórs Blöndals vegna stuðnings hans við þetta mál en mun að öðru leyti ræða það við 3. umr.