18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1985 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

229. mál, frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Frsm. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Eins og hefur komið fram í umræðum síðustu daga höfum við Alþýðuflokksmenn lagt sérstaka áherslu á nauðsyn þess að grisja frádráttafrumskóg skattalaganna. Eitt fyrsta skrefið í þá átt ætti að vera að draga úr frádráttarheimild af því tagi sem hér um ræðir. Þess vegna mæli ég ekki með samþykkt frv.